Erlent

Við munum beita kjarnorkuvopnum

Óli Tynes skrifar
Yuri Baluyevsky, yfirmaður rússneska herráðsins.
Yuri Baluyevsky, yfirmaður rússneska herráðsins.

Yfirmaður rússneska herráðsins segir að Rússar geri fyrirbyggjandi árás með kjarnorkuvopnum, ef veruleg ógn steðji að föðurlandinu.

Yuri Baluyevsky, hershöfðingi, sagði við fréttamenn að Rússar hefðu engar áætlanir um að ráðast á neinn. Það sé hinsvegar hollast fyrir þjóðir heims að vita hvað þeir séu tilbúnir að ganga langt til þess að verja landamæri sín og bandamanna sinna.

Tímasetning þessara ummæla eru tæplega tilviljun. Samskipti Rússlands við Vesturlönd fara stöðugt versnandi. Sérstaklega er stirð sambúð þess við Bandaríkin og Bretland.

Baluyevsky nafngreindi engin lönd þegar hann setti fram hótanir sínar. Það mátti þó alveg lesa úr orðum hans að þeim var fyrst og fremst beint að Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×