Kárahnjúkavirkjun mun skila Landsvirkjun umtalsvert meiri arði en áður var áætlað, samkvæmt nýju endurmati.
Arðsemi virkjunarinnar er nú metin 13,5 prósent, sem þýðir yfir fjögurra milljarða króna hagnað á ári.
Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, skýrði frá þessu í þættinum Mannamál, sem sýndur var á Stöð 2 í kvöld.