Erlent

Gaza ströndin myrkvuð - neyðarástand

Kaupmenn á Gaza ströndinni selja fátæklegan varning sinn við kertaljós eða gasluktir.
Kaupmenn á Gaza ströndinni selja fátæklegan varning sinn við kertaljós eða gasluktir. MYND/AP

Óttast er að hörmungarástand muni skapast á Gaza ströndinni innan fárra daga vegna skorts á matvælum og rafmagni. Ísraelsmenn hafa lokað á alla flutninga yfir landamærin til að svara eldflaugaárásum liðsmanna Hamas samtakanna.

Íbúar Gaza strandarinnar, sem eru um ein og hálf milljónu, eru háðir innflutningi matvæla og birgða sem flutt eru til svæðisins yfir landamæri Ísrael. Slökkva þurfi á helsta raforkuveri á ströndinni í dag vegna eldsneytisskorts.

Evrópusambandið hefur séð raforkuverinu fyrir eldsneyti en Ísraelsmenn meinuðu olíubílum sambandsins að fara yfir landamærin í morgun. Rafmagnsleysisins gætti víða og var fjöldi heimila orðin rafmagnlaus fyrir hádegi í dag.

Spítalar hafa ekki farið varhluta af rafmagnskortinum. Margir þeirra fá nú orku frá varastöðvum en hafa ennfremur þurft að grípa til þess ráðs að slökkva á neyðartækjum.

Þá er einnig byrjað gæta skorts á lyfjum og matvælum vegna aðgerða Ísraelsmanna en þeir hafa meinað hjálparsamtökum að flytja hjálpargögn inn á svæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×