Fall á erlendum hlutabréfamörkuðum 21. janúar 2008 08:32 Gengisfall hefur verið á evrópskum hlutabréfamörkuðum frá upphafi viðskiptadagsins í dag. Ótti fjárfesta um yfirvofandi samdráttarskeið og efnahagskreppu fékk byr undir báða vængi í morgun þegar Nikkei-vísitalan féll um tæp fjögur prósent, að sögn breska ríkisútvarpsins. Litlu virðist hafa skipt þótt George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hafi komið fram með hugmyndir um skattalegar ívilnanir til handa þarlendum fyrirtækjum til að hindra að svartsýnisspár næðu fram að ganga. Þá hefur bandaríski seðlabankinn sömuleiðis sagst ætla að grípa til aðgerða. Telja flestir yfirgnæfandi líkur á að bankinn lækki stýrivexti í enda mánaðar um fimmtíu punkta hið minnsta. Helsta ástæðan fyrir lækkuninni í Asíu í morgun er sú að lönd álfunnar eiga mikið undir útflutningi til Bandaríkjanna. Verði samdráttur í Bandaríkjunum mun draga úr innflutningi og þar af leiðandandi úr hagvexti viðskiptalandanna. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur það sem af er dags fallið um 2,3 prósent, hin þýska Dax um 2,4 prósent og Cac-40 vísitalan í Frakklandi um 2,7 prósent. Norrænir hlutabréfamarkaðir hafa ekki farið varhluta af þróuninni en aðalvísitölur hafa fallið um rúm 2,0 til 2,9 prósent. Viðskipti hefjast í Kauphöll Íslands eftir rúman klukkutíma. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Gengisfall hefur verið á evrópskum hlutabréfamörkuðum frá upphafi viðskiptadagsins í dag. Ótti fjárfesta um yfirvofandi samdráttarskeið og efnahagskreppu fékk byr undir báða vængi í morgun þegar Nikkei-vísitalan féll um tæp fjögur prósent, að sögn breska ríkisútvarpsins. Litlu virðist hafa skipt þótt George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hafi komið fram með hugmyndir um skattalegar ívilnanir til handa þarlendum fyrirtækjum til að hindra að svartsýnisspár næðu fram að ganga. Þá hefur bandaríski seðlabankinn sömuleiðis sagst ætla að grípa til aðgerða. Telja flestir yfirgnæfandi líkur á að bankinn lækki stýrivexti í enda mánaðar um fimmtíu punkta hið minnsta. Helsta ástæðan fyrir lækkuninni í Asíu í morgun er sú að lönd álfunnar eiga mikið undir útflutningi til Bandaríkjanna. Verði samdráttur í Bandaríkjunum mun draga úr innflutningi og þar af leiðandandi úr hagvexti viðskiptalandanna. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur það sem af er dags fallið um 2,3 prósent, hin þýska Dax um 2,4 prósent og Cac-40 vísitalan í Frakklandi um 2,7 prósent. Norrænir hlutabréfamarkaðir hafa ekki farið varhluta af þróuninni en aðalvísitölur hafa fallið um rúm 2,0 til 2,9 prósent. Viðskipti hefjast í Kauphöll Íslands eftir rúman klukkutíma.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira