Viðskipti erlent

Fall við upphaf viðskiptadags í Japan

Mynd/AFP

Hlutabréf tóku dýfu við upphaf viðskiptadagsins í kauphöllinni í Tókýó í Japan í morgun, um eittleytið að íslenskum tíma í nótt, en fjárfestar í Asíu óttast mjög áhrif af hugsanlegum samdrætti í Bandaríkjunum.

Nikkei-hlutabréfavísitalan féll um rúm 4,5 prósent við upphaf dags en jafnaði sig nokkuð eftir því sem á leið.

Þegar um klukkustund var liðin frá því viðskipti hófust stóð vísitalan í rúmri 3,5 prósenta lækkun.

Vaxtaákvörðunardagur er hjá japanska seðlabankanum í dag og reikna flestir með að bankinn ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,5 prósentum vegna aðstæðna á fjármálamörkuðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×