Erlent

Verkamenn faróa áttu stutta og erfiða ævi

Fornleifafræðingar sem unnið hafa við uppgröft á hinni fornu borg Amarna í Egyptalandi hafa uppgvötvað hve erfið og stutt ævi verkamanna faróanna var á sínum tíma.

Borgin sem hér um ræðir var byggð á tíma farósins Akhenaten fyrir um 3.500 árum síðan. Við uppgröftinn á henni hafi bein verkamanna þeirra sem byggðu borgina fundist. Þau bera með sér að ævi þeirra var stutt og þeir þjáðust af mænusköðum og matarskorti.

Akhenaten, ásamt Nefertiti konu sinni, ákvað að byggja borgina sem nýja höfuðborg sína til heiðurs guðinum Aten. Borgin var byggð á 15 árum og þar bjuggu um 50 þúsund manns í upphafi.

Eftir að Akhenaten lést var borgin yfirgefin og skilin eftir handa sandinum og vindinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×