Mæður misnotaðra stúlkna vilja Guðmund í sextán ára fangelsi 29. janúar 2008 23:03 Guðmundur Jónsson, kenndur við Byrgið, og Helga Haraldsdóttir eiginkona hans. Mæður þriggja stúlkna sem kærðu Guðmund Jónsson í Byrginu fyrir kynferðislega misnotkun vilja að hann fái sextán ára fangelsi fyrir brot sitt. Þetta kom fram í fréttaskýringaþættinum Kompási, sem sýndur var nú í kvöld. Guðmundur hefur verið ákærður fyrir brot gegn fjórum stúlkum, en samkvæmt almennum hegningarlögum getur hann vænst sex ára fangelsis að hámarki. Mæður stúlknanna segja að eiginkona Guðmundar hafi tekið þátt í brotunum með honum og vilja að hún verði einnig látin svara til saka. Eiginkona Guðmundar hefur þó ekki verið ákærð. Mæður stúlknanna segja að þrátt fyrir fögur loforð stjórnvalda hafi lítið verið gert fyrir dætur þeirra. Þær hafi ekki fengið þá meðferð á vegum heilbrigðisyfirvalda sem vænst var. Þær segja að dætur sínar hafi verið hundsaðar af heilbrigðis- og félagsmálayfirvöldum og jafnvel mætt fordómum þar. Oddrún Hulda Einarsdóttir, móðir Ólafar Óskar Erlendsdóttur, segir hana hafa óskað eftir að fá að leggjast inn á geðdeild og verið hafnað. Sveinn Magnússon, framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur undir með mæðrunum. „Það hefur ekkert verið gert fyrir þetta fólk - ekki nokkur skapaður hlutur," segir Sveinn. Matthías Halldórsson, sem gegndi embætti landlæknis í fjarveru Sigurðar Guðmundssonar, segist hins vegar vera ánægður með störf sérfræðinefndar, undir formennsku Bjarna Össurarsonar geðlæknis, sem stofnuð var eftir að Byrgismálið kom upp. Hann segir enga kvörtun hafa borist til landlæknis vegna starfa geðheilbrigðisstofnana í þessu máli. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Mæður þriggja stúlkna sem kærðu Guðmund Jónsson í Byrginu fyrir kynferðislega misnotkun vilja að hann fái sextán ára fangelsi fyrir brot sitt. Þetta kom fram í fréttaskýringaþættinum Kompási, sem sýndur var nú í kvöld. Guðmundur hefur verið ákærður fyrir brot gegn fjórum stúlkum, en samkvæmt almennum hegningarlögum getur hann vænst sex ára fangelsis að hámarki. Mæður stúlknanna segja að eiginkona Guðmundar hafi tekið þátt í brotunum með honum og vilja að hún verði einnig látin svara til saka. Eiginkona Guðmundar hefur þó ekki verið ákærð. Mæður stúlknanna segja að þrátt fyrir fögur loforð stjórnvalda hafi lítið verið gert fyrir dætur þeirra. Þær hafi ekki fengið þá meðferð á vegum heilbrigðisyfirvalda sem vænst var. Þær segja að dætur sínar hafi verið hundsaðar af heilbrigðis- og félagsmálayfirvöldum og jafnvel mætt fordómum þar. Oddrún Hulda Einarsdóttir, móðir Ólafar Óskar Erlendsdóttur, segir hana hafa óskað eftir að fá að leggjast inn á geðdeild og verið hafnað. Sveinn Magnússon, framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur undir með mæðrunum. „Það hefur ekkert verið gert fyrir þetta fólk - ekki nokkur skapaður hlutur," segir Sveinn. Matthías Halldórsson, sem gegndi embætti landlæknis í fjarveru Sigurðar Guðmundssonar, segist hins vegar vera ánægður með störf sérfræðinefndar, undir formennsku Bjarna Össurarsonar geðlæknis, sem stofnuð var eftir að Byrgismálið kom upp. Hann segir enga kvörtun hafa borist til landlæknis vegna starfa geðheilbrigðisstofnana í þessu máli.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira