Aðgerðarleysi í málefnum Byrgisfólksins er mannréttindabrot Breki Logason skrifar 31. janúar 2008 12:02 Sveinn Magnússon framkvæmdarstjóri Geðhjálpar. „Ég verð bara að segja að hann opinberar þá sýn okkar á það að fagfólk er ekki að horfa á hlutina í samræmi við raunveruleikann," segir Sveinn Magnússon framkvæmdarstjóri Geðhjálpar um ummæli Matthíasar Halldórssonar aðstoðarlandlæknis í fréttaskýringarþættinum Kompás í vikunni. Matthías sagði í þættinum að engin skrifleg kvörtun hefði borist embættinu sem hefði samþykkt skýrslu sérstaks vinnuhóps um málefni skjólstæðinga Byrgisins. Mæður stúlkna sem voru í Byrginu héldu því hinsvegar fram í þættinum að þjónustan hefði brugðist. Dætrum þeirra hefði verið vísað frá geðdeild þó þær hefðu verið í mjög slæmu ástandi. Matthías sagðist hafa kannað eitt slíkt tilvik og í ljós hafi komið að það hefði verið uppspuni. „Það var algjörlega rangt". Sveinn er þessu ekki sammála og segir Matthías vera í andstöðu við þá hugmyndafræði sem Sveinn og fleiri vilja beita og saka þá um forsjárhyggju. „Hann hefur haldið því fram í mín eyru að ég og aðrir séum tilbúnir að brjóta á persónuréti þessa fólks. En aðgerðarleysi í málefnum þessa fólks eru mannréttindabrot," segir Sveinn og nefnir að ástand þessarar stúlkna hafi verið ígildi meðvitundarleysis og því hafi mönnum verið skylt að veita þeim hjálp. Sveinn segir að fyrst og fremst greini mönnum á um hugmyndafræði. Hann vill þó hjálpa fólki sem er í slíku ástandi og segist enn argari yfir því fagfólki sem ekki geri sér grein fyrir þessum birtingarmyndum geðsjúkra. „Varðandi það að Matthías segir að ekki hafi verið leitað til hans þá spyr ég hvort hann hafi velt vöngum yfir því hversvegna menn hafi ekki leitað til hans. Miðað við hvernig móttakan hefur verið á þessu fólki þá hefur maður bara ekki orku til þess að leita til embættis sem er hvorki fugl né fiskur," segir Sveinn sem viðurkennir að honum sé nokkuð heitt í hamsi yfir þessu máli. „Því miður er mikil brotalöm á þessu en ég spyr hvað er búið að gera fyrir þetta fólk?" Aðspurður um hver næstu skref séu í þessu máli segir Sveinn: „Það hefur verið stöðug krafa af okkar hálfu að eitthvað sé gert þó við höfum ekki verið að hrópa um það í fjölmiðlum. En ég vil þakka Kompás fyrir að fylgja þessu máli eftir" Sveinn segir að í þessu máli hafi bóla sprungið með miklum látum. „En ríkið hefur ákveðna taktík og það er að þegja þunnu hljóði. En því má ekki gleyma að hér er verið að fjalla um þá allra veikustu, sem eru líka lifandi manneskjur." Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira
„Ég verð bara að segja að hann opinberar þá sýn okkar á það að fagfólk er ekki að horfa á hlutina í samræmi við raunveruleikann," segir Sveinn Magnússon framkvæmdarstjóri Geðhjálpar um ummæli Matthíasar Halldórssonar aðstoðarlandlæknis í fréttaskýringarþættinum Kompás í vikunni. Matthías sagði í þættinum að engin skrifleg kvörtun hefði borist embættinu sem hefði samþykkt skýrslu sérstaks vinnuhóps um málefni skjólstæðinga Byrgisins. Mæður stúlkna sem voru í Byrginu héldu því hinsvegar fram í þættinum að þjónustan hefði brugðist. Dætrum þeirra hefði verið vísað frá geðdeild þó þær hefðu verið í mjög slæmu ástandi. Matthías sagðist hafa kannað eitt slíkt tilvik og í ljós hafi komið að það hefði verið uppspuni. „Það var algjörlega rangt". Sveinn er þessu ekki sammála og segir Matthías vera í andstöðu við þá hugmyndafræði sem Sveinn og fleiri vilja beita og saka þá um forsjárhyggju. „Hann hefur haldið því fram í mín eyru að ég og aðrir séum tilbúnir að brjóta á persónuréti þessa fólks. En aðgerðarleysi í málefnum þessa fólks eru mannréttindabrot," segir Sveinn og nefnir að ástand þessarar stúlkna hafi verið ígildi meðvitundarleysis og því hafi mönnum verið skylt að veita þeim hjálp. Sveinn segir að fyrst og fremst greini mönnum á um hugmyndafræði. Hann vill þó hjálpa fólki sem er í slíku ástandi og segist enn argari yfir því fagfólki sem ekki geri sér grein fyrir þessum birtingarmyndum geðsjúkra. „Varðandi það að Matthías segir að ekki hafi verið leitað til hans þá spyr ég hvort hann hafi velt vöngum yfir því hversvegna menn hafi ekki leitað til hans. Miðað við hvernig móttakan hefur verið á þessu fólki þá hefur maður bara ekki orku til þess að leita til embættis sem er hvorki fugl né fiskur," segir Sveinn sem viðurkennir að honum sé nokkuð heitt í hamsi yfir þessu máli. „Því miður er mikil brotalöm á þessu en ég spyr hvað er búið að gera fyrir þetta fólk?" Aðspurður um hver næstu skref séu í þessu máli segir Sveinn: „Það hefur verið stöðug krafa af okkar hálfu að eitthvað sé gert þó við höfum ekki verið að hrópa um það í fjölmiðlum. En ég vil þakka Kompás fyrir að fylgja þessu máli eftir" Sveinn segir að í þessu máli hafi bóla sprungið með miklum látum. „En ríkið hefur ákveðna taktík og það er að þegja þunnu hljóði. En því má ekki gleyma að hér er verið að fjalla um þá allra veikustu, sem eru líka lifandi manneskjur."
Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira