Erlent

ESB vill selja meira lambakjöt

Óli Tynes skrifar
Tilvonandi nýsjálenskar lambakótilettur.
Tilvonandi nýsjálenskar lambakótilettur.

Þau ríki Evrópusambandsins sem mest framleiða af lambakjöti vilja fá peninga frá sambandinu til þess að auglýsa vöru sína.

Það á meðal annars að hjálpa sauðfjárbændum í samkeppninni við Nýja Sjáland.

Nýsjálendingar flytja út meira af lambakjöti en nokkuð annað land í heiminum. Og þeir hafa lagt áherslu á að gera Evrópusambandið að sínu helsta markaðssvæði.

Írar eru í fararbroddi ESB ríkja sem vilja fá peninga til þess að hefja auglýsingaherferð fyrir evrópsku landakjöti.

Þessi ríki vilja bæði stækka sinn hluta af markaðinum og auka neyslu í sambandsríkjunum.

Frakkar eru miklar lambakjötsætur, en þar hefur neyslan dregist saman um 20 prósent á síðustu fimm árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×