HB Grandi fór í öllu að lögum Óli Tynes skrifar 1. febrúar 2008 16:08 Eggert B. Guðmundsson, forstjóri HB Granda. HB Grandi hafnar því algjörlega að hafa ekki farið að lögum í uppsögnum starfsfólks í fiskivinnslunni á Akranesi. Eggert B. Guðmundsson, forstjóri, segir að þeir leggi ofuráherslu á að hjálpa því starfsfólki sem endanlega missir vinnuna. Verkalýðsfélag Akraness hefur haldið því fram að HB Grandi hafi hunsað lög um hópupsagnir með skýrum hætti. Grandi hafi ekki sinnt lögbundnu upplýsinga- og samráðsferli í tengslum við uppsagnirnar. Það liggi fyrir að málið muni enda fyrir dómstólum og muni ASÍ reka það mál fyrir hönd verkalýðsfélagsins. Í samtali við vísi.is sagði Eggert B. Guðmundsson að lögum samkvæmt þyrfti að eiga samráð við trúnaðarmenn og tilkynna uppsagnir til svæðisvinnumiðlunar. Hvorttveggja hafi verið gert. Eggert sagði að fyrirtækið léti ekki þar staðar numið. HB Grandi og Vinnumálastofnun ætla að gera sameiginlega áætlun um endurmenntun og ráðgjöf gagnvart þeim sem missa vinnuna þegar uppsagnir starfsfólks koma til framkvæmda. Viðkomandi starfsmönnum verður veitt aðstoð við atvinnuleit, aðgengi að viðeigandi námskeiðum, gerð ferilsskrár og greiningu áhugasviðs síns. HB Grandi greiðir kostnað við verkefnið og leitað verður eftir samstarfi við þá sem annast fræðslu og námskeiðahald, við verkalýðsfélög og við aðra eftir atvikum. Stjórnendur HB Granda eru þegar byrjaðir að kanna möguleika starfsfólks fyrirtækisins á Akranesi til vinnu í öðrum starfsstöðvum fyrirtækisins og kynna niðurstöður þeirrar könnunar fljótlega. Fyrirtækið stefnir að því að kynna um miðjan febrúar hverjir verði endurráðnir úr núverandi hópi starfsmanna þess á Akranesi og hvaða verkum þeir komi til með að sinna. Uppsagnir fiskvinnslufólksins v oru ræddar ítarlega í gær á fundi sem Vinnumálastofnun boðaði til.. Á fundinn mættu fulltrúar HB Granda og Samtaka atvinnulífsins. Fulltrúar Alþýðusambandsins sáu sér hins vegar ekki fært að mæta. Fundurinn í gær var boðaður að frumkvæði ASÍ til að ræða ávirðingar á hendur HB Granda um að fyrirtækið hefði brotið lög og rétt á starfsmönnum sínum á Akranesi. Eggert B. Guðmundsson segir að málið hafi verið rætt ítarlega við Vinnumálastofnun og ekkert hafi komið þar fram sem bendi til að HB Grandi hafi staðið ranglega að málum, hvað þá að lög hafi verið brotin. Innlent Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fleiri fréttir Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Sjá meira
HB Grandi hafnar því algjörlega að hafa ekki farið að lögum í uppsögnum starfsfólks í fiskivinnslunni á Akranesi. Eggert B. Guðmundsson, forstjóri, segir að þeir leggi ofuráherslu á að hjálpa því starfsfólki sem endanlega missir vinnuna. Verkalýðsfélag Akraness hefur haldið því fram að HB Grandi hafi hunsað lög um hópupsagnir með skýrum hætti. Grandi hafi ekki sinnt lögbundnu upplýsinga- og samráðsferli í tengslum við uppsagnirnar. Það liggi fyrir að málið muni enda fyrir dómstólum og muni ASÍ reka það mál fyrir hönd verkalýðsfélagsins. Í samtali við vísi.is sagði Eggert B. Guðmundsson að lögum samkvæmt þyrfti að eiga samráð við trúnaðarmenn og tilkynna uppsagnir til svæðisvinnumiðlunar. Hvorttveggja hafi verið gert. Eggert sagði að fyrirtækið léti ekki þar staðar numið. HB Grandi og Vinnumálastofnun ætla að gera sameiginlega áætlun um endurmenntun og ráðgjöf gagnvart þeim sem missa vinnuna þegar uppsagnir starfsfólks koma til framkvæmda. Viðkomandi starfsmönnum verður veitt aðstoð við atvinnuleit, aðgengi að viðeigandi námskeiðum, gerð ferilsskrár og greiningu áhugasviðs síns. HB Grandi greiðir kostnað við verkefnið og leitað verður eftir samstarfi við þá sem annast fræðslu og námskeiðahald, við verkalýðsfélög og við aðra eftir atvikum. Stjórnendur HB Granda eru þegar byrjaðir að kanna möguleika starfsfólks fyrirtækisins á Akranesi til vinnu í öðrum starfsstöðvum fyrirtækisins og kynna niðurstöður þeirrar könnunar fljótlega. Fyrirtækið stefnir að því að kynna um miðjan febrúar hverjir verði endurráðnir úr núverandi hópi starfsmanna þess á Akranesi og hvaða verkum þeir komi til með að sinna. Uppsagnir fiskvinnslufólksins v oru ræddar ítarlega í gær á fundi sem Vinnumálastofnun boðaði til.. Á fundinn mættu fulltrúar HB Granda og Samtaka atvinnulífsins. Fulltrúar Alþýðusambandsins sáu sér hins vegar ekki fært að mæta. Fundurinn í gær var boðaður að frumkvæði ASÍ til að ræða ávirðingar á hendur HB Granda um að fyrirtækið hefði brotið lög og rétt á starfsmönnum sínum á Akranesi. Eggert B. Guðmundsson segir að málið hafi verið rætt ítarlega við Vinnumálastofnun og ekkert hafi komið þar fram sem bendi til að HB Grandi hafi staðið ranglega að málum, hvað þá að lög hafi verið brotin.
Innlent Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fleiri fréttir Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Sjá meira