Erlent

Grænfriðungar loka fiskborði í stórmarkaði

Óli Tynes skrifar
Frá SuperBest stórmarkaði í Danmörku.
Frá SuperBest stórmarkaði í Danmörku.

Grænfriðungar lokuðu um helgina fiskborðinu í stórmarkaðinum SuperBest á Eystribrú í Danmörku til þess að mótmæla ofveiði á fiski. Þeir vildu fá eigendur markaðarins til þess að fjarlægja þorsk, ál, karfa, og túnfisk úr borðinu.

Hinn 28. janúar síðastliðinn gáfu Grænfriðungar út lista þar sem dönskum stórmörkuðum var raðað eftir því hvernig þeir standa að fiskkaupum sínum með tilliti til ofveiddra fiskstofna. SuperBest var á botninum á þeim lista ásamt verslanakeðjunni Aldi.

Aldi tók þann kostinn að semja við Grænfriðunga en SuperBest vill ekkert við þá tala. Því var ráðist til atlögu um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×