Webb: Verðum hættulegir í úrslitakeppninni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. febrúar 2008 16:05 Ken Webb, þjálfari Skallagríms, og Hannes Jónsson formaður KKÍ. Mynd/E. Stefán Ken Webb var í dag útnefndur besti þjálfari Iceland Express-deildar karla fyrir umferðir 9-15. Hann segir að sínir menn í Skallagrími séu á uppleið. „Þetta hefur gengið bara þokkalega vel hjá okkur," sagði Webb í samtali við Vísi í dag. „Nokkrir leikmenn hafa átt við meiðsli að stríða en strákarnir hafa lagt hart sér og undanfarinn mánuður hefur verið góður - þar til kannski nú um helgina," sagði hann og hló. Skallagrímur tapaði um helgina fyrir Fjölni í undanúrslitum bikarkeppninnar og það á heimavelli. „Ég sagði strákunum að þeir þurftu að halda væntingum sínum í algjöru lágmarki. Maður horfir kannski á stöðutöfluna í deildinni og dregur þá ályktun að þetta ætti að vera auðveldur sigur fyrir okkur. En það þarf samt alltaf að spila þessa leiki til enda og við náðum okkur engan veginn á strik síðustu sjö mínúturnar." Hann segir þó að útlitið sé bjart hjá Skallagrími og hann stefnir á að tryggja liðinu sem besta sætinu í deildinni fyrir úrslitakeppnina. „Það eru erfiðir leikir framundan, þar af fjórir á útivelli, og ætlum við að klára deildina eins vel og við mögulega getum. Svo verðum við bara að sjá til þegar í úrslitakeppnina er komið." Þeir Axel Kárason og Milijica Zekovic hafa átt við meiðsli að stríða undanfarnar vikur en sá síðarnefndi hefur hægt og rólega verið að ná sínu fyrra formi. Webb býst við að það sé stutt í Axel og þá hefur liðið fengið til sín nýjan leikmann. Sá heitir Florian Miftari og er frá Kosovo-héraðinu í Serbíu. Hann hefur ekkert spilað með Skallagrími til þessa en gæti vel spilað sinn fyrsta leik gegn Fjölni á fimmtudaginn kemur. „Mín lið hafa alltaf verið betri eftir áramót og hefur það verið tilfellið hjá okkur. Það tekur auðvitað alltaf tíma að koma til skila nýjum áherslum og nýrri hugmyndafræði en mínir menn eru allir að koma til." „Ég er þjálfari af gamla skólanum og tel að titlar vinnist á varnarleik og fráköstum. Ég hef reynt að einbeita mér að þessu á æfingum sem er nýtt af nálinni fyrir suma strákana. En þetta er allt að koma og við verðum að halda áfram að bæta okkur. Ef við verðum lausir við meiðsli getum við verið með hættulegt lið í úrslitakeppninni." Hópurinn samankominn. Lengst til hægri er Hannes Jónsson formaður KKÍ og lengst til vinstri Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express.E. StefánAdam Darboe, Grindavík.E. StefánBrenton Birmingham, Njarðvík.E. StefánHreggviður Magnússon, ÍR.E. StefánHlynur Bæringsson, Snæfelli.E. StefánDarrell Flake, Skallagrími.E. StefánKristinn Óskarsson, besti dómarinn.E. StefánKen Webb, Skallagrími, besti þjálfarinn.E. StefánHlynur Bæringsson með viðurkenningu sína sem hann hlaut fyrir að vera útnefndur besti leikmaðurinn.E. Stefán Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hlynur valinn bestur Hlynur Bæringsson, leikmaður Snæfells, var í dag valinn besti leikmaður Iceland Express deildar karla fyrir umferðir 9-15. 5. febrúar 2008 12:02 Hlynur: Stefnum á efstu fjögur sætin „Mér finnst alltaf gaman af slíkum viðurkenningum og þeir sem halda öðru fram eru einfaldlega að ljúga,“ sagði Hlynur Bæringsson, besti leikmaður Iceland Express-deildar karla í umferðum 9-15. 5. febrúar 2008 14:31 Mest lesið Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Enski boltinn Láki samdi við strák sem er nú einn heitasti framherji Evrópu Fótbolti Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Söguleg stund þegar tvær íslenskar stelpur komust á sama verðlaunapall Sport Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Enski boltinn Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Íslenski boltinn Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Enski boltinn Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Golf Líkir Real Madrid við Donald Trump Fótbolti Steinunn Anna og Rökkvi byrja best Sport Fleiri fréttir Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Þór lagði Tindastól Tinna: Rifum okkur í gang eftir fyrsta Auðvelt hjá Tryggva Snæ og félögum Uppgjör og viðtöl: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Andri Geir spreytti sig á takkaskóaprófinu Þjálfari meistaranna vill leyfa slagsmál í NBA Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Dinkins sökkti Aþenu Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Búið að reka meira en helming þjálfaranna í WNBA Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“ Körfuboltakvöld: Tilþrif 4. umferðar Lögmál leiksins: Þetta er eins og í Kolaportinu Hneykslast á nýju Dwyane Wade styttunni Pirraðir á excel skiptingum Péturs Jón Axel öflugur í sigri „Sá bara metnaðarlausa menn sem voru allir með hendur niðri“ Sjá meira
Ken Webb var í dag útnefndur besti þjálfari Iceland Express-deildar karla fyrir umferðir 9-15. Hann segir að sínir menn í Skallagrími séu á uppleið. „Þetta hefur gengið bara þokkalega vel hjá okkur," sagði Webb í samtali við Vísi í dag. „Nokkrir leikmenn hafa átt við meiðsli að stríða en strákarnir hafa lagt hart sér og undanfarinn mánuður hefur verið góður - þar til kannski nú um helgina," sagði hann og hló. Skallagrímur tapaði um helgina fyrir Fjölni í undanúrslitum bikarkeppninnar og það á heimavelli. „Ég sagði strákunum að þeir þurftu að halda væntingum sínum í algjöru lágmarki. Maður horfir kannski á stöðutöfluna í deildinni og dregur þá ályktun að þetta ætti að vera auðveldur sigur fyrir okkur. En það þarf samt alltaf að spila þessa leiki til enda og við náðum okkur engan veginn á strik síðustu sjö mínúturnar." Hann segir þó að útlitið sé bjart hjá Skallagrími og hann stefnir á að tryggja liðinu sem besta sætinu í deildinni fyrir úrslitakeppnina. „Það eru erfiðir leikir framundan, þar af fjórir á útivelli, og ætlum við að klára deildina eins vel og við mögulega getum. Svo verðum við bara að sjá til þegar í úrslitakeppnina er komið." Þeir Axel Kárason og Milijica Zekovic hafa átt við meiðsli að stríða undanfarnar vikur en sá síðarnefndi hefur hægt og rólega verið að ná sínu fyrra formi. Webb býst við að það sé stutt í Axel og þá hefur liðið fengið til sín nýjan leikmann. Sá heitir Florian Miftari og er frá Kosovo-héraðinu í Serbíu. Hann hefur ekkert spilað með Skallagrími til þessa en gæti vel spilað sinn fyrsta leik gegn Fjölni á fimmtudaginn kemur. „Mín lið hafa alltaf verið betri eftir áramót og hefur það verið tilfellið hjá okkur. Það tekur auðvitað alltaf tíma að koma til skila nýjum áherslum og nýrri hugmyndafræði en mínir menn eru allir að koma til." „Ég er þjálfari af gamla skólanum og tel að titlar vinnist á varnarleik og fráköstum. Ég hef reynt að einbeita mér að þessu á æfingum sem er nýtt af nálinni fyrir suma strákana. En þetta er allt að koma og við verðum að halda áfram að bæta okkur. Ef við verðum lausir við meiðsli getum við verið með hættulegt lið í úrslitakeppninni." Hópurinn samankominn. Lengst til hægri er Hannes Jónsson formaður KKÍ og lengst til vinstri Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express.E. StefánAdam Darboe, Grindavík.E. StefánBrenton Birmingham, Njarðvík.E. StefánHreggviður Magnússon, ÍR.E. StefánHlynur Bæringsson, Snæfelli.E. StefánDarrell Flake, Skallagrími.E. StefánKristinn Óskarsson, besti dómarinn.E. StefánKen Webb, Skallagrími, besti þjálfarinn.E. StefánHlynur Bæringsson með viðurkenningu sína sem hann hlaut fyrir að vera útnefndur besti leikmaðurinn.E. Stefán
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hlynur valinn bestur Hlynur Bæringsson, leikmaður Snæfells, var í dag valinn besti leikmaður Iceland Express deildar karla fyrir umferðir 9-15. 5. febrúar 2008 12:02 Hlynur: Stefnum á efstu fjögur sætin „Mér finnst alltaf gaman af slíkum viðurkenningum og þeir sem halda öðru fram eru einfaldlega að ljúga,“ sagði Hlynur Bæringsson, besti leikmaður Iceland Express-deildar karla í umferðum 9-15. 5. febrúar 2008 14:31 Mest lesið Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Enski boltinn Láki samdi við strák sem er nú einn heitasti framherji Evrópu Fótbolti Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Söguleg stund þegar tvær íslenskar stelpur komust á sama verðlaunapall Sport Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Enski boltinn Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Íslenski boltinn Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Enski boltinn Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Golf Líkir Real Madrid við Donald Trump Fótbolti Steinunn Anna og Rökkvi byrja best Sport Fleiri fréttir Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Þór lagði Tindastól Tinna: Rifum okkur í gang eftir fyrsta Auðvelt hjá Tryggva Snæ og félögum Uppgjör og viðtöl: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Andri Geir spreytti sig á takkaskóaprófinu Þjálfari meistaranna vill leyfa slagsmál í NBA Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Dinkins sökkti Aþenu Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Búið að reka meira en helming þjálfaranna í WNBA Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“ Körfuboltakvöld: Tilþrif 4. umferðar Lögmál leiksins: Þetta er eins og í Kolaportinu Hneykslast á nýju Dwyane Wade styttunni Pirraðir á excel skiptingum Péturs Jón Axel öflugur í sigri „Sá bara metnaðarlausa menn sem voru allir með hendur niðri“ Sjá meira
Hlynur valinn bestur Hlynur Bæringsson, leikmaður Snæfells, var í dag valinn besti leikmaður Iceland Express deildar karla fyrir umferðir 9-15. 5. febrúar 2008 12:02
Hlynur: Stefnum á efstu fjögur sætin „Mér finnst alltaf gaman af slíkum viðurkenningum og þeir sem halda öðru fram eru einfaldlega að ljúga,“ sagði Hlynur Bæringsson, besti leikmaður Iceland Express-deildar karla í umferðum 9-15. 5. febrúar 2008 14:31