Schumacher búinn að stofna kappaksturslið 5. febrúar 2008 17:51 Michael Schumacher á góðri stundu. Þjóðverjinn Michael Schumacher hefur ákveðið að stofna keppnislið í kart-kappakstri og meðal ökumanna verður sonur fyrrum heimsmeistara í rallakstri, Carlos Sainz yngri. Schumacher hefur mikla þekkingu af kart-kappakstri og rekur miðstöð fyrir almenning í Kerpen í Þýskalandi. Lið Schumacher mun heita KSM Motorsport og verður rekið af Schumacher og tveimur vinum hans. Ætlun hans er að þjálfa upp öfluga ökumenn. ,,Ég keyri sjálfur kartbíla af kappi og á allt mitt að þakka því að hafa keppt í kart-kappakstri. Þegar ég var ungur strákur keyrði ég mikið og dreymdi um að verða sá besti. Sá draumur rættist", sagði Michael Schumacher um stofnun liðs síns. Flestir Formúlu 1 ökumenn byrjuðu í kart-kappakstri og ljóst að reynsla Schumacher kemur görpum hans að góðum notum. Schumacher keppir enn í kart-kappakstri og tekur þátt í árlegu móti félaga síns Felipe Massa. Það mót fer fram í Brasilíu á hverju ári og er á yfirbyggðum kart-bílum. Af kappakstur.is Formúla Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Þjóðverjinn Michael Schumacher hefur ákveðið að stofna keppnislið í kart-kappakstri og meðal ökumanna verður sonur fyrrum heimsmeistara í rallakstri, Carlos Sainz yngri. Schumacher hefur mikla þekkingu af kart-kappakstri og rekur miðstöð fyrir almenning í Kerpen í Þýskalandi. Lið Schumacher mun heita KSM Motorsport og verður rekið af Schumacher og tveimur vinum hans. Ætlun hans er að þjálfa upp öfluga ökumenn. ,,Ég keyri sjálfur kartbíla af kappi og á allt mitt að þakka því að hafa keppt í kart-kappakstri. Þegar ég var ungur strákur keyrði ég mikið og dreymdi um að verða sá besti. Sá draumur rættist", sagði Michael Schumacher um stofnun liðs síns. Flestir Formúlu 1 ökumenn byrjuðu í kart-kappakstri og ljóst að reynsla Schumacher kemur görpum hans að góðum notum. Schumacher keppir enn í kart-kappakstri og tekur þátt í árlegu móti félaga síns Felipe Massa. Það mót fer fram í Brasilíu á hverju ári og er á yfirbyggðum kart-bílum. Af kappakstur.is
Formúla Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira