BHP hækkar tilboðið í Rio Tinto 6. febrúar 2008 09:37 Marius Kloppers, forstjóri BHP Billiton. Mynd/AFP Ástralska námafélagið BHP Billiton hefur hækkað óvinveitt yfirtökutilboð sitt í ál- og námurisann Rio Tinto. Helsta ástæðan fyrir bættu tilboði er gagntilboð frá Chinalco, stærsta álfélagi Kína, sem er í ríkiseigu, í Rio Tinto. Gengi hlutabréfa í BHP féll um fimm prósent í kjölfarið. Tilboð BHP hækkaði um þrettán prósent og hljóðar upp á 147,4 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 9.552 milljarða íslenskra króna. Allt kaupverð verður greitt með hlutabréfum og fá hluthafar Rio Tinto 3,4 bréf í BHP fyrir hvert eitt bréf sitt. Fjármálasérfræðingar segja í samtali við Bloomberg-fréttaveituna að hækkunin sé BHP nauðsynleg ætli félagið að tryggja sér Rio Tinto. Það geti hins vegar orðið félaginu þungur baggi enda ljóst að greitt verði yfirverð fyrir það. Gengi hlutabréfanna í BHP féll við þetta um heil fimm prósent í kauphöllinni í Lundúnum í Bretlandi en viðlíka fall hefur ekki sést í 20 ár. Inn í spilar að félagið skilaði minni hagnaði í fyrra en árið á undan en það er afleiðing af lágum dollar gagnvart helstu gjaldmiðlum, hærri rekstrarkostnaði og verðlækkunar á málmum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Ástralska námafélagið BHP Billiton hefur hækkað óvinveitt yfirtökutilboð sitt í ál- og námurisann Rio Tinto. Helsta ástæðan fyrir bættu tilboði er gagntilboð frá Chinalco, stærsta álfélagi Kína, sem er í ríkiseigu, í Rio Tinto. Gengi hlutabréfa í BHP féll um fimm prósent í kjölfarið. Tilboð BHP hækkaði um þrettán prósent og hljóðar upp á 147,4 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 9.552 milljarða íslenskra króna. Allt kaupverð verður greitt með hlutabréfum og fá hluthafar Rio Tinto 3,4 bréf í BHP fyrir hvert eitt bréf sitt. Fjármálasérfræðingar segja í samtali við Bloomberg-fréttaveituna að hækkunin sé BHP nauðsynleg ætli félagið að tryggja sér Rio Tinto. Það geti hins vegar orðið félaginu þungur baggi enda ljóst að greitt verði yfirverð fyrir það. Gengi hlutabréfanna í BHP féll við þetta um heil fimm prósent í kauphöllinni í Lundúnum í Bretlandi en viðlíka fall hefur ekki sést í 20 ár. Inn í spilar að félagið skilaði minni hagnaði í fyrra en árið á undan en það er afleiðing af lágum dollar gagnvart helstu gjaldmiðlum, hærri rekstrarkostnaði og verðlækkunar á málmum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira