Viðskipti erlent

Stýrivextir lækka í Bretlandi

Mervyn King, seðlabankastjóri Bretlands.
Mervyn King, seðlabankastjóri Bretlands. Mynd/AFP

Englandsbanki, seðlabanki Bretlands, lækkaði stýrivexti um 25 punkta í dag og standa vextirnir nú í 5,25 prósentum. Þetta er í samræmi við spár markaðsaðila sem segja að bankastjórnin standi frammi fyrir erfiðum aðstæðum. Hann vilji halda verðbólgu niðri á sama tíma og aðstæður á fjármálamörkuðum séu með versta móti, vextir með hæsta móti og lánsfé því dýrt.

Þetta er sömuleiðis í samræmi við aðgerðir bandaríska seðlabankans, sem hefur lækkað stýrivexti hratt frá síðasta hausti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×