Viðskipti erlent

Vinur verðbréfaskúrksins handtekinn

Daniel Bouton, forstjóri Societe Generale, er hann greindi frá því að verðbréfaskúrkur hafi fundist innan veggja bankans fyrir um hálfum mánuði.
Daniel Bouton, forstjóri Societe Generale, er hann greindi frá því að verðbréfaskúrkur hafi fundist innan veggja bankans fyrir um hálfum mánuði. Mynd/AFP

Franska lögreglan greindi frá því í dag að hún hefði í gæsluvarðhaldi verðbréfamiðlara sem talinn er geta átt aðild að umsvifamiklum verðbréfaviðskiptum Jerome Kerviels. Kerviels tapaði 4,9 milljörðum evra, jafnvirði um 480 milljörðum íslenskra króna, í áhættusömum og framvirkum verðbréfaviðskiptum í nafni franska bankans Societe Generale. Þetta er umsvifamesta tap miðlara í heimi og náði langt út fyrir heimildir hans.

Ekki liggur fyrir hvernig maðurinn tengist Kerviel. Stjórnendur Societe Generale, sem hann starfaði hjá, hafa löngum haldið því fram að hann hafi ekki átt sér vitorðsmenn og unni einn að verðbréfabraskinu, að sögn franska dagblaðsins Le Monde í dag. Blaðið hermir að franska lögreglan hafi leitað á skrifstofu vitorðsmannsins í gær.

Blaðið segir ennfremur, að hugsanlegur vitorðsmaður starfi hjá verðbréfafyrirtækinu Fimat, sem er dótturfélag Societe Generale. Það hefur hins vegar breytt um nafn og heitir nú Newedge.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×