Hálft ár í Ólympíuleikana Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. febrúar 2008 12:49 Ólympíuleikvangurinn í Peking er glæsilegt mannvirki. Nordic Photos / Getty Images Nú er hálft ár í að Ólympíuleikarnir í Peking verða settir þann 8. ágúst næstkomandi. Íslendingar fagna 100 ára þátttökuafmæli á leikunum í ár. Ísland sendi íþróttamenn fyrst á Ólympíuleika þegar þeir fóru fram í Lundúnum árið 1908. Á þeim tíma hafa íslenskir íþróttamenn þrívegis unnið til verðlauna. Vilhjálmur Einarsson hlaut silfur í þrístökki í Melbourne árið 1956, Bjarni Friðriksson brons í júdó árið 1984 og Vala Flosadóttir gull í stangarstökki í Sydney árið 2000. Eitt helsta umræðuefnið í kringum Ólympíuleikana í ár tengjast þó íþróttum ekki neitt. Alþjóðlega Ólympíunefndin hefur helst verið gagnrýnd fyrir að veita Kínverjum leikana þar sem margir telja að mannréttindi séu ekki í hávegum höfð þar í landi. „Við erum jafn stolt af þessari ákvörðun í dag og við vorum þegar hún var tekin," sagði Giselle Davies, talsmaður nefndarinnar, í samtali við BBC. „Það hefur verið sagt frá þessum áhyggjum í fjölmiðlum undanfarið en í ágúst, þegar Ólympíuleikarnir fara fram, mun allur heimurinn fylgjast með leikunum og 20 þúsund fulltrúar fjölmiðla verða á staðnum." „Það gerir heiminum kleift að skoða Peking og kínverska samfélagið í heild sinni. Okkur finnst það jákvætt og ég held að það verði til þess að meiri skilningur ríki gagnvart Kína." „Ef eitthvað mál kemur upp í tengslum við leikana sem okkur finnst ekki samræmast okkar stefnumálum munum við að sjálfsögðu láta okkur málið varða. En undanfarin sjö ár hefur Kína breyst mikið og er það Ólympíuleikunum að þakka að hluta til." Erlendar Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Nú er hálft ár í að Ólympíuleikarnir í Peking verða settir þann 8. ágúst næstkomandi. Íslendingar fagna 100 ára þátttökuafmæli á leikunum í ár. Ísland sendi íþróttamenn fyrst á Ólympíuleika þegar þeir fóru fram í Lundúnum árið 1908. Á þeim tíma hafa íslenskir íþróttamenn þrívegis unnið til verðlauna. Vilhjálmur Einarsson hlaut silfur í þrístökki í Melbourne árið 1956, Bjarni Friðriksson brons í júdó árið 1984 og Vala Flosadóttir gull í stangarstökki í Sydney árið 2000. Eitt helsta umræðuefnið í kringum Ólympíuleikana í ár tengjast þó íþróttum ekki neitt. Alþjóðlega Ólympíunefndin hefur helst verið gagnrýnd fyrir að veita Kínverjum leikana þar sem margir telja að mannréttindi séu ekki í hávegum höfð þar í landi. „Við erum jafn stolt af þessari ákvörðun í dag og við vorum þegar hún var tekin," sagði Giselle Davies, talsmaður nefndarinnar, í samtali við BBC. „Það hefur verið sagt frá þessum áhyggjum í fjölmiðlum undanfarið en í ágúst, þegar Ólympíuleikarnir fara fram, mun allur heimurinn fylgjast með leikunum og 20 þúsund fulltrúar fjölmiðla verða á staðnum." „Það gerir heiminum kleift að skoða Peking og kínverska samfélagið í heild sinni. Okkur finnst það jákvætt og ég held að það verði til þess að meiri skilningur ríki gagnvart Kína." „Ef eitthvað mál kemur upp í tengslum við leikana sem okkur finnst ekki samræmast okkar stefnumálum munum við að sjálfsögðu láta okkur málið varða. En undanfarin sjö ár hefur Kína breyst mikið og er það Ólympíuleikunum að þakka að hluta til."
Erlendar Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira