Innlent

Um 300 björgunarsveitarmenn að störfum í nótt

Frá vatnslekanum á Korpúlssstöðum í nótt.
Frá vatnslekanum á Korpúlssstöðum í nótt.

Alls voru um 300 björgunarsveitarmenn að störfum á suðvesturhorni landsins og víðar í nótt. Sinntu þeir rúmlega 400 verkefnum. þar af rúmlega 200 verkefnum á höfuðborgarsvæðinu. Vakt var á Samhæfingarstöðinni fram til klukkan fimm í morgun en þá hafði verulega hefur lægt á suðvesturhorni landsins en þótt hvassviðri sé á Norðurlandi.

Í Eyjafirði er nokkuð um foktjón og eru lögregla og björgunarsveitir að störfum á svæðinu vegna þess.

Nýjar fréttir vegna snjóflóðahættu á Vestfjörðum munu berast nú með morgninum. Verkefnum björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu fer fækkandi og verið er fækka þeim hópum sem eru að störfum. 4 - 5 hópar verða að störfum í nótt og munu sinna tilfallandi verkefnum vegna vatnssöfnunar.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og björgunarsveitir vou að störfum í Egilshöll í nótt þar sem mikið vatnstjón hefur orðið. Einig varð töluvert vatnstjón á Korpúlfsstöðum. Stíflur hafa myndast í frárennsliskerfi, vatn hefur safnast upp og flætt inn í húsið í miklu magni. Alls þurti að dæla vatni úr hátt í 40 húsum.

Mikil áhersla var lögð á að finna og losa stíflur, auk þess sem dælubílar eru notaðir við að koma vatninu úr húsinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×