Innlent

Steingrímur J. sendir forseta alþingis hæðnistón

Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna sendir Sturlu Böðvarssyni hæðnistón í innanhústölvupósti á alþingi þar sem hann fjallar um reykingarbann það sem Surtla hefur boðað á alþingi.

Vísir hefur fengið efnisinnihald póstsins í hendur. Í póstinum segist Steingrímur vera ánægður með hve rösklega Surla ætli að ganga til verks með því að banna reykingar í húsakynnum alþingis þann 1. júní. Með því að loka ekki herberginu strax sé komist hjá því að viðurkenna að menn þurfi að skammast sín fyrir eitthvað.

Steingrímur fer á kostum í háði sínu og segir m.a. að það sé til fyrirmyndar að Sturla hafi gert úr þessu veglegan fjölmiðlaatburð. Með því sé tryggt að óvandaðir utanaðkomandi, eða innanbúðar aðilar, geti ekki slegið sér keilur á kostnað sjálfs alþingis.

Meðal fyrrgreindra aðila telur Steingrímur upp heilbrigðisráðherra, Þuríði Backman, fjölmiðla og bareigendur. Það sé gott að með ákvörðuninni geti þessir aðilar ekki látið sem þeir standi framar reisn vors þinglega leiðtoga, forsetanum sjálfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×