Innlent

Talsvert af umferðaróhöppum á Suðurnesjum

Talsvert var um umferðaróhöpp á Suðurnesjum í dag. Alls bárust lögreglunni tilkynningar um sex umferðaróhöpp á Suðurnesjum eitt í Grindavík annað í Sandgerði og hin fjögur í Reykjanesbæ.

Flest öll umferðaróhöppin má rekja til hálku og snjóruðninga við götur, þar sem bifreiðar runnu til og lentu saman.

Einn ökumaður var tekkinn fyrir það að aka bifreið án þess að endurnýja ökuskírteini sitt. Annar ökumaður var kærður fyrir það að tala í farsíma án þess að notast við handfrjálsan búnað.

Þá var ein bifreið boðuð í skoðun af lögreglu, þar sem ökumaður/eigandi hafði ekki sinnt því að færa hana í skoðun á tilsettum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×