Innlent

Varað við flughálku á Reykjanesbraut

Vegagerðin hefur sent frá sér aðvörun um að flughálka sé nú á Reykjanesbraut. Þá hafa fokskemmdir orðið á klæðningu á Þverárfjallsvegi á milli Skagafjarðar og Húnavatnssýslu.

Á Suðurlandi er hálka, hálkublettir og éljagangur. Hálka og éljagangur er á Reykjanesbraut. Hálka og skafrenningur er á Hellisheiði og á Sandskeiði og hálkublettir og éljagangur í Þrengslum.

 

Á Vesturlandi er hálka, éljagangur og hálkublettir. Á Holtavörðuheiði er hálka og éljagangur. Snjóþekja og éljagangur er á Bröttubrekku.

 

Á Vestfjörðum er hálka og éljagangur á stöku stað. Búið er að opna vegina um Eyrarhlíð, Óshlíð og Súðavíkurhlíð og er fólk beðið um að sýna aðgát þar sem vegur er þröngur. Hálka og éljagangur er á Steingrímsfjarðarheiði.

 

Á Norðurlandi er hálka og hálkublettir. Hálka og skafrenningur er á Vatnsskarði og á Öxnadalsheiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×