Innlent

Illa slasaður eftir dýfu í sundlaugina á Flúðum

Karlmaður á þrítugsaldri slasaðist illa eftir að hann stakk sér til sunds í sundlauginni á Flúðum laust eftir klukkan sjö í gærkvöldi.

Maðurinn var í fyrstu fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi en síðan á slysadeild í Reykjavík. Óttast var að maðurinn hefði hálsbrotnað en ekki fengust upplýsingar um líðan hans í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×