Innlent

Brattabrekka ófær sökum vonskuveðurs

Vonskuveður er á Bröttubrekku og er hún nú orðin ófær, samkvæmt tilkynningu Vegagerðarinnar, sem bendir fólki á að aka um Heydal, milli Skógarstrandar og Hnappadals.

Á Holtavörðuheiði, Vatnsskarði og Öxnadalsheiði er skafrenningur og hvassviðri og á Steingrímsfjarðarheiði er óveður. Mokstur stendur yfir í Ísafjarðardjúpi og á Klettshálsi og á Hálfdán er stormur og éljagangur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×