Innlent

Gallar í björgunarbúnaði ollu dauðaslysi í Hvalsnesstrandinu

Gallar í björgunarbúnaði ollu því að danski sjóliðinn Jan Nordskov Larsen, af varðskipinu Triton, drukknaði við björgunaraðgerðir þegar flutningaskipið Wilson Muuga strandaði við Hvalsnes í desember 2006.

Þetta kemur fram í trúnaðarskýrslu rannsóknardeildar danska hersins sem danska dagblaðið Politiken fjallar um í dag. Larsen var í björgunarbát með sjö öðrum sjóliðum sem hvolfdi á strandstað.

Mennirnir voru hífðir upp í þyrlu Landhelgisgæslunnar tveimur tímum síðar en þá var Larsen látinn. Samkvæmt Politiken þoldu björgunarbúningar og vesti ekki veðurálag og rifnuðu hjá Larsen og einhverjum hinna sjóliðanna. Að sögn blaðsins er þessi búnaður enn í notkun hjá danska sjóhernum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×