Innlent

Þyrla LHG fengin til að smala hrossum

Hross voru í sjálfheldu við Þríhyrning um helgina og var þyrla LHG fengin til að smala hestunum af fjallinu. Það gekk vonum framar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Hvolsvelli sem lætur þess jafnframt getið að hross hafi skemmt tvær bifreiðar í Þykkvabæ með því að naga þær.

 

Beltagrafa sökk í vök á Bakkafjöru og má telja heppni að ökumaður komst út úr gröfunni ómeiddur.

 

Þorrablót hafa verið um allar helgar í sveitunum og í Njálsbúð lentu menn í handalögmálum svo af hlutust meiðsli, tennur brotnuðu m.a. og má búast við tveimur kærum vegna líkamsárása þar eftir helgina




Fleiri fréttir

Sjá meira


×