Innlent

Rúður brotnar í bílum og par handtekið fyrir innbrot

Rúður voru brotnar í fimm bílum, sem stóðu á bílastæðinu við Háskólabíó seint í gærkvöldi. Einhverju smálegu var stolið úr þremur bílum en einskis er saknað úr tveimur. Eignaspjöll eru hinsvegar umtalsverð því nýjar rúður og vinna við að setja þær í, kosta tugi þúsunda króna. Spellvirkjarnir eru ófundnir.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók par á fjórða tímanum í nótt, eftir að fólkið hafði brotist inn í margar geymslur í fjölbýlishúsi við Eskihlíð og ætlaði meðal annars að stela þaðan tveimur þvottavélum. Áður hafði það komið ýmsum smærri munum úr geymslunum út á gangstétt til flutnings, en var gripið þegar það var að aftengja þvottavélarnar áður en þær yrðu bornar út.

Fólkið er þekkt afbrotafólk og gistir nú fangageymslur. Kannað veður hvort það hefur átt vitorðsmann, sem hafi átt að sækja góssið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×