Innlent

Bræla kemur í veg fyrir loðnuveiðar

Umþaðbil fjörutíu norsk loðnuskip, sem eru að veiðum hér við land, hafa aðeins fengið fimm þúsund tonn af þeim tæplega 40 þúsund tonnum sem þau mega veiða í íslenskri lögsögu. Þrálátar brælur hafa komið í veg fyrir veiðarnar og hafa skipin hvað eftir annað legið inni á Austfjaðrahöfnum vegna óveðurs.

Ljóst er að skipin munu ekki ná kvóta sínum því veiðiheimildirnar renna út á föstudaginn. Óveðrið hefur líka tafið fyrir loðnuleit Hafrannsóknastofnunar, sem hefur gengið illa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×