Innlent

Búið að læsa síðu sem hét Félag gegn Pólverjum á Íslandi

Búið er að læsa vefsvæði sem hýsti hóp sem kallaði sig Félag gegn Pólverjum á Íslandi. Í frétt sem birt var í gær var sagt frá því að um sjöhundruð manns, mikið til ungt fólk, hafi skráð sig í hópinn frá því hann var stofnaður á föstudaginn. Þar var farið niðrandi orðum um Pólverja sem búsettir eru hér á landi. Stofnandi síðunnar sagði þar meðal annars að Íslendingar þyrftu að losna við Pólverja áður en það væri um seinan. Eftir fréttin var birt í gær var vefsvæðið fært og því síðan læst. Refsivert getur verið að halda úti síðu sem þessari svo og að skrifa inn á hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×