Innlent

Meiri háttar líkamsárás á Ísafirði

Frá Ísafirði.
Frá Ísafirði. MYND/GVA

Tveir menn voru fluttir með áverka á höfði á sjúkrahús á Ísafirði eftir slagsmál í heimahúsi þar í bæ aðfaranótt föstudags.

Þar slógust fjórir menn og voru taldir beita brotnum flöskum og öðru lauslegu í þessum slagsmálum. Þegar lögreglan kom á staðinn voru tveir horfnir af vettvangi en hinir tveir voru fluttir af á sjúkrahús sem fyrr segir.

Málið er rannsakað sem meiri háttar líkamsárás vegna þeirra vopna sem talið er að hafi verið notuð. Lögregla hefur rætt við alla sem málinu tengjast og hafa yfirheyrslur farið fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×