Innlent

Smásöluverð lyfja hæst á Íslandi í tæplega helmingi tilfella

MYND/Stöð 2

Smásöluverð á lyfjum reyndist hæst á Íslandi í 14 tilvikum af 33 samkvæmt samamburðarkönnun sem Lyfjagreiðslunefnd gerði nýverið við Noreg, Danmörku og Svíþjóð.

Fram kemur á heimasíðu nefndarinnar að gerður hafi verið verðsamanburður við 33 veltuhæstu pakkningar sem Tryggingastofnun niðurgreiddi fyrir landsmenn árið 2006.

Smásöluverðið reyndist oftast hæst í Danmörku, eða 15 sinnum, en fjórum sinnum í Svíþjóð. Lægst reyndist smásöluverðið í Noregi, eða í 20 tilvikum af 33, tvisvar á Íslandi og í Danmörku og níu sinnum í Svíþjóð.

Þegar horft er til heildsöluverðs reyndist það oftast hæst í Danmörku, eða í 19 tilvikum, tíu lyf voru dýrust í Svíþjóð og fjögur á Íslandi. Heildsöluverð 15 lyfja reyndist lægst í Noregi, níu lyf reyndust ódýrust á Íslandi, sjö í Svíþjóð og tvö í Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×