Innlent

Lítil Cessna í neyð

Lítil aflavana tveggja hreyfla Cessna-flugvél lenti í sjónum um 50 mílur vestur af Keflavík fyrir stundu og hafa bæði björgunarflugvél og björgunarþyrla verið sendar á vettvang. Einn maður var um borð en frekari deili á honum eru ókunn.

Neyðarkall barst frá vélinni rétt fyrir fjögur í dag og tilkynnti flugmaðurinn að drepist hefði á öðrum hreyflinum og hann ætti í erfiðleikum með að flytja eldsneyti á milli tanka. Að sögn Hrafnhildar Stefánsdóttur, upplýsingafulltrúa Flugstoða, var vélin á leið frá Grænlandi til Keflavíkur og virðist sem hún hafi orðið eldsneytislaus eftir þessi vandræði.

Björgunarflugvél var að koma á vettvang en enn munu vera 20 mínútur í að þyrla komi þangað. Skip mun vera í nágrenninu og var send beiðni um að skipverjar á því svipuðust um eftir vélinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×