Innlent

Óku inn í snjóflóð

Vegurinn um Óshlíð.
Vegurinn um Óshlíð.

Tveir menn , sem óku inn í nýfallið snjóflóð á Óshlíðarvegi í gærkvöldi , sakaði ekki og kom lögregla þeim til hjálpar. Björgunarsveitarmenn frá Bolungarvík sóttu svo bílinn. Veginum var lokað og verður ekki reynt að opna hann fyrr en veður lægir. Ekki er vitað um fleilri snjóflóð vestra, en mikill snjór er í Súðavíkurhlíð og var veginum lokað í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×