Innlent

Leit hafin að nýju

Vélin sem um ræðir var að koma frá Grænlandi.
Vélin sem um ræðir var að koma frá Grænlandi.

Flugvél frá danska flughernum hélt frá Keflavíkurflugvelli klukkan átta í morgun til leitar úr lofti að flugvélinni, sem brotlenti vestur af Reykjanesi síðdegis í gær, en leit úr lofti var hætt um klukkan hálfníu í gærkvöldi. Leit dönsku vélarinnar verður stjórnað frá varðskipinu Ægi sem leitaði í nótt ásamt þremur togurum.

Leit þeirra bar engan árangur og aldrei hefur heyrst í neyðarsendi vélarinnar. Leitarskilyrði eru afleit, sex til átta metra ölduhæð og gengur á með hvössum og dimmum éljum. Af öryggisástæðum verður Fokker-vél Landhelgisgæslunnar því ekki send á leitarsvæðið fyrr en klukkan tíu, en þá fer danska vélin aftur til Keflavíkur.

Vélin, sem brotlenti, var að koma frá Bandaríkjunum og hafði millilent í Narsarsuak á Grænlandi. Flugmaðurinn, er breskur og er talið að ferðinni hafi verið heitið til Englands, eftir viðkomu í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×