Innlent

Reyndi að komast inn um brotna rúðu á nærbuxunum

Ölvaður maður í Vestmannaeyjum þykir hafa sloppið vel þegar hann reyndi að komast inn í hús í bænum í gegnum brotna rúðu.

Í dagbók lögreglunnar segir að maðurinn hafi verið handtekinn aðfaranótt 7. febrúar við athæfið og hafði hann sjálfur brotið rúðuna og var kominn hálfur inn þegar lögreglu bar að garði. Maðurinn, sem var í nærbuxum einum fata, lá með magann ofan á glerbrotum sem stóðu upp úr gluggafalsinu og segir lögregla hann stálheppinn að hafa ekki skorist illa.

Einu áverkarnir sem hann fékk var skurður á hendi. Maðurinn gat engar skýringar gefið á athæfi sínu og bar við minnisleysi sökum ölvunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×