Innlent

Þórólfur segist engin ráð hafa fyrir Vilhjálm

Þórólfur Árnason, forstjóri Skýrr og fyrrverandi borgarstjóri.
Þórólfur Árnason, forstjóri Skýrr og fyrrverandi borgarstjóri.

„Ég held að það sé ómögulegt að gefa manni ráð í þeirri stöðu sem Vilhjálmur er," segir Þórólfur Árnason, fyrrverandi borgarstjóri og forstjóri Skýrr. Þórólfur segir að í þeim aðstæðum sem Vilhjálmur sé í þekki enginn stöðuna nema hann sjálfur. Það síðasta sem hægt sé að gera sé því að vera með einhverjar ráðleggingar.

Þórólfur tók við embætti borgarstjóra eftir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tók sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir alþingiskosningar 2003. Hann sagði af sér embætti vegna olíuverðssamráðsmálsins svokallaða. Þá hafði Vilhjálmur skorað á Þórólf að segja af sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×