Innlent

Karl á níræðisaldri stöðvaður réttindalaus á bíl sínum

MYND/Heiða

Karlmaður á níræðisaldri var meðal þeirra sjö réttindalausu ökumanna sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði um helgina.

Fram kemur í frétt lögreglunnar að sá hafi áður gerst sekur um umferðarlagabrot. Fimm mannanna reyndust þegar hafa verið sviptir ökurétti og tveir höfðu aldrei öðlast ökuréttindi.

Þá voru tólf ökumenn teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um síðustu helgi. Allt voru þetta karlar á aldrinum 17-50 ára. Fjórir í þessum hópi eru undir tvítugu og jafnmargir eru á þrítugsaldri. Á sama tímabili tók lögreglan tvo ökumenn sem voru undir áhrifum fíkniefna.

Við þetta má bæta að eitt hundrað umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar um helgina en tvö þeirra má rekja til ölvunaraksturs. Flest óhöppin voru minniháttar en í nokkrum tilvikum þurfti þó að flytja fólk á slysadeild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×