Innlent

Hvetja stjórnmálamenn til að hætta að rífast um Orkuveituna

MYND/Róbert

Stjórn starfsmannafélags Orkuveitu Reykjavíkur hvetur stjórnendur fyrirtækisins og borgarstjórn Reykjavíkur til þess að setja niður deilur um fyrirtækið til þess að skaða ekki starfsanda og ímynd fyrirtækisins.

Í tilkynningu frá starfsmannafélaginu segir að Orkuveitan sé traust og ábyrgt fyrirtæki í almannaþjónustu. Orkuveitan er mikilvægt þjónustufyrirtæki sem eigi ekki að vera bitbein stjórnmálamanna. Deilur á opinberum vettvangi um hlutverk Orkuveitunnar og vangaveltur um framtíð stjórnenda séu óheppilegar og til þess fallnar að skapa óvissu og skaða starfsanda og ímynd fyrirtækisins. Orkuveitan veiti meira en helmingi landsmanna grunnþjónustu og eigendur séu fleiri en Reykvíkingar. Starfsumhverfi og starfsfriður í Orkuveitunni sé því ekki einkamál þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×