Innlent

Verð á eldsneyti hefur aldrei verið hærra

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB.
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB.
Eldsneyti hækkaði verulega í dag og hefur aldrei verið hærra að sögn Runólf Ólafssonar framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Frekari hækkanir virðast vera framundan, eftir því sem fram kom í fréttum Stöðvar 2.

Hjá N1 hækkaði bensín um tvær krónur en díselolía um þrjár krónur og segir Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri N1, ástæðuna vera veiking krónunnar, eins og fram kom á Vísi.is í dag. Hermann sagði svo í samtali við Stöð 2 að niðurstaða dagsins sýndi að réttast hefði verið að hækka bensín enn meira. Hermann segist vona að markaðurinn breytist í rétta átt. Ef það gerist ekki gæti farið svo að bensín hækkaði enn frekar á næsta fimmtudag.

Skeljungur hækkaði verð á bensíni um rétt rúmar 3 krónur. Og verð á díselolíu um fjórar krónur. Olís hækkaði verð á eldsneyti um tvær krónur.

FÍB kannar þær hækkanir sem hafa verið undanfarna daga og hvort fótur sé fyrir þeim.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×