Innlent

Búið að opna Óshlíð - vegfarendur beðnir um að fara varlega

Á Vestfjörðum er búið að opna veginn um Súðavíkurhlíð og Óshlíð og er fólk beðið um að fara varlega. Á Sunnanverðum Vestfjörðum er lokað um Klettsháls, Ódrjúgsháls og Hjallaháls.

Það er hálkublettir á Hellisheiði og á Sandskeiði. Hálka er í Þrengslum. Á Suðurlandi eru víðast hvar hálkublettir en þó er hálka í uppsveitum

Árnessýslu.

Á Vesturlandi er hálka og hálkublettir. Hálka og skafrenningur er á

Holtavörðuheiði.

Á Vestfjörðum er búið að moka á milli Patreksfjarðar og Bíldudals þar er hálka og éljagangur.

Á Norðurlandi er hálka, éljagangur og skafrenningur. Búið er að opna yfir Lágheiði og þar er hálka.

Á Norðausturlandi er hálka eða hálkublettir víðast hvar, éljagangur og

skafrenningur. Á Mývatnsöræfum, Vopnafjarðarheiði og á Sandvíkurheiði er hálka og skafrenningur.

Á Austurlandi eru víða hálkublettir, hálka og skafrenningur á

Möðrudalsöræfum og á Fjarðarheiði. Búið er að opna yfir Öxi og er þar

flughálka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×