Innlent

Hafa áhyggjur af heitavatnsskorti á Akranesi

Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi.
Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi.

Bæjarstjórn Akraness lýsir yfir alvarlegum áhyggjum af því ástandi sem Akurnesingar hafa þurft að búa við vegna heitavatnsskorts á nýliðnum tveimur vikum. Þetta kemur fram í samþykkt sem gerð var á fundi bæjarstjórnar í gær.

Þar er bent á að tvívegis hafi verið lokað fyrir heitt vatn til sundlauganna á Akranesi en ekki hafi fyrr þurft að grípa til slíkra ráðstafana. Einnig hafi verið lokað fyrir heitt vatn til fyrirtækisins Laugafisks.

„Afkastageta núverandi búnaðar á veitusvæðinu er fullnýtt. Grípa verður nú þegar til aðgerða til að mæta þeirri þörf sem er á svæðinu fyrir heitt vatn," segir í samþykktinni. Bæjarstjórn Akraness treysti því að eignarhlutur ríkisins í Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar hamli ekki uppbyggingu veitukerfisins á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×