Sport

Koma fram við mig eins og holdsveikisjúkling

NordcPhotos/GettyImages

Breski spretthlauparinn Dwain Chambers segir að komið sé fram við hann eins og holdsveikisjúkling eftir að hann var tekinn inn í landsliðið fyrir HM innanhúss.

"Það er komið fram við mig eins og holdsveikisjúkling," sagði Chambers í samtali við The Sun. "Ég hef á mér slæmt orð en fólk þarf að gera sér grein fyrir því að ég er er ekki að nota ólögleg lyf. Já, ég braut af mér, en ég er búinn að gjalda fyrir það og nú er kominn tími til að horfa fram á við," sagði hinn 29 ára gamli Chambers.

Chambers er í HM-hóp enskra eftir auðveldan sigur á úrtökumótinu á dögunum, en breska frjálsíþróttasambandið gat fyrir vikið ekki litið framhjá honum þó hann eigi sér fáa aðdáendur þar á bæ.

Hann fær þó ekki að taka þátt í Ólympíuleikunum í Kína á árinu eftir að hafa fallið á lyfjaprófi árið 2003 vegna steranotkunar, en breskar reglur banna íþróttamönnum sem fallið hafa á lyfjaprófi að taka þátt á Ólympíuleikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×