Völd og þagnir 13. febrúar 2008 11:25 Það er ekkert nýtt að valdsmenn láti ekki ná í sig, hvorki í síma né pósti. Sjálfstæðismenn í krísu líðandi stundar eru ekkert einsdæmi í þessu efni. Við sem erum eldri en tvævetur í fjölmiðlum þekkjum þetta frá síðustu áratugum. Það er grundvallarmunur á aðgengi að stjórnmálamönnum eftir því hvort þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu. Í reynd er það náttúra stjórnmálamanna að skipta um ham í þessum efnum. Þeir bera sig með ólíkum hætti upp við fjölmiðla eftir því hvoru megin valdsins þeir lenda eftir kosningar (eða stjórnarslit). Þeir eru vinir fjölmiðla í stjórnarandstöðu - á köflum smeðjulegir og slúðurgjarnir. En svo eru fjölmiðlar allt í einu orðnir fyrir þeim þegar kemur að völdunum. Þetta getur verið broslegt. Og hallærislega pínlegt. Gamli Tjarnarkvarterttinn var ekki fyrr sestur að skammlífum völdum að hann hætti að hafa samband við fjölmiðla að fyrra bragði og tók aðeins við skilaboðum. Vikur og mánuðir (þó ekki margir, eðlilega) gátu liðið þangað til leiðtogar kvartettsins gáfu færi á sér í pólitísk viðtöl - og sumir þorðu aldrei - og báru náttúrlega við tímaskorti. Þessi sami kvartett var ekki fyrr kominn í stjórnarandstöðu að hann byrjaði að vingast á ný við fjölmiðlamenn og ausa í þá upplýsingum um aumingaskap nýrra valdhafa. Og var meira en lítið til í viðtöl, löng sem stutt. Sjálfstæðismenn hafa á síðustu dögum verið gagnrýndir fyrir að þegja. En þær eru víða þagnirnar ... ... og fara eftir völdum ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson Skoðun
Það er ekkert nýtt að valdsmenn láti ekki ná í sig, hvorki í síma né pósti. Sjálfstæðismenn í krísu líðandi stundar eru ekkert einsdæmi í þessu efni. Við sem erum eldri en tvævetur í fjölmiðlum þekkjum þetta frá síðustu áratugum. Það er grundvallarmunur á aðgengi að stjórnmálamönnum eftir því hvort þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu. Í reynd er það náttúra stjórnmálamanna að skipta um ham í þessum efnum. Þeir bera sig með ólíkum hætti upp við fjölmiðla eftir því hvoru megin valdsins þeir lenda eftir kosningar (eða stjórnarslit). Þeir eru vinir fjölmiðla í stjórnarandstöðu - á köflum smeðjulegir og slúðurgjarnir. En svo eru fjölmiðlar allt í einu orðnir fyrir þeim þegar kemur að völdunum. Þetta getur verið broslegt. Og hallærislega pínlegt. Gamli Tjarnarkvarterttinn var ekki fyrr sestur að skammlífum völdum að hann hætti að hafa samband við fjölmiðla að fyrra bragði og tók aðeins við skilaboðum. Vikur og mánuðir (þó ekki margir, eðlilega) gátu liðið þangað til leiðtogar kvartettsins gáfu færi á sér í pólitísk viðtöl - og sumir þorðu aldrei - og báru náttúrlega við tímaskorti. Þessi sami kvartett var ekki fyrr kominn í stjórnarandstöðu að hann byrjaði að vingast á ný við fjölmiðlamenn og ausa í þá upplýsingum um aumingaskap nýrra valdhafa. Og var meira en lítið til í viðtöl, löng sem stutt. Sjálfstæðismenn hafa á síðustu dögum verið gagnrýndir fyrir að þegja. En þær eru víða þagnirnar ... ... og fara eftir völdum ... -SER.
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun