Erlent

Myndastríð um Múhameð

Óli Tynes skrifar
Hér er grínast með að 72 jómfrúr bíði á himnum þeirra sem sprengja sig í loft upp í nafni spámannsins.
Hér er grínast með að 72 jómfrúr bíði á himnum þeirra sem sprengja sig í loft upp í nafni spámannsins.

Fréttir  um að þrír menn hafi lagt á ráðin um að myrða einn af Múhameðsteiknurum danska blaðsins Jyllandsposten virðist hafa hleypt af stað hálfgerðu trúarbragðastríði í dönskum fjölmiðlum.

Allmörg blöð keppast við að birta teiknaðar myndir af spámanninum og hópar með mismunandi skoðanir hafa skotið upp kollinum á Facebook.

Einn hópur er andvígur þessum endurbirtingum og segir hreinan óþarfa að sýna múslimum þessa lítilsvirðingu.

Annar hópur vill að allir fjölmiðlar heims taki þátt í birtingunum til þess að leggja áherslu á tjáningarfrelsið.

Það eru raunar ekki bara Danir sem takast á, umræðan fer um allan heim og sýnist sitt hverjum. Allmargir fjölmiðlar utan Danmerkur hafa ýmist endurbirt Múhameðsteikningarnar, eða fordæmt þær.

Múslimar í Danmörku eru sárir og segja að með þessu sé verið að refsa þeim öllum fyrir verk fárra öfgamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×