Fyrsta tap í sögu UBS 14. febrúar 2008 09:50 VIð risabankann. Mynd/AFP Svissneski risabankinn UBS tapaði 4,4 milljörðum franka, jafnvirði tæpra 300 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári samanborið við 12,3 milljarða franka hagnað í hitteðfyrra. Tapið, sem er það fyrsta í sögu bankans, er tilkomið vegna afskrifta á lánavöndlum upp á 26,6 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 1.800 milljarða íslenskra króna. Lánin eru hins vegar ekki tengd bandarískum fasteignalánum, sem valdið hafa undirmálalánakrísunni svokölluðu á fjármálamörkuðum. Afskriftirnar eru hins vegar talsvert meiri en markaðsaðilar höfðu reiknað með, að sögn breska ríkisútvarpsins. Útvarpið bendir ennfremur á að umfangsmikil skipulagsbreyting eigi sér nú stað innan veggja UBS, sérstaklega í eignastýringu bankans til að minnka markaðsáhættu. Bankinn hefur, líkt og fleiri bankar, leitað eftir fjármagni í Síngapúr og Miðausturlöndum til að bæta eiginfjárstöðuna. Taka ber fram að UBS sem slíkur býr ekki að langri sögu en hann varð til með sameiningu Union Bank of Switzerland og svissneska banka atvinnulífsins fyrir ellefu árum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Svissneski risabankinn UBS tapaði 4,4 milljörðum franka, jafnvirði tæpra 300 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári samanborið við 12,3 milljarða franka hagnað í hitteðfyrra. Tapið, sem er það fyrsta í sögu bankans, er tilkomið vegna afskrifta á lánavöndlum upp á 26,6 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 1.800 milljarða íslenskra króna. Lánin eru hins vegar ekki tengd bandarískum fasteignalánum, sem valdið hafa undirmálalánakrísunni svokölluðu á fjármálamörkuðum. Afskriftirnar eru hins vegar talsvert meiri en markaðsaðilar höfðu reiknað með, að sögn breska ríkisútvarpsins. Útvarpið bendir ennfremur á að umfangsmikil skipulagsbreyting eigi sér nú stað innan veggja UBS, sérstaklega í eignastýringu bankans til að minnka markaðsáhættu. Bankinn hefur, líkt og fleiri bankar, leitað eftir fjármagni í Síngapúr og Miðausturlöndum til að bæta eiginfjárstöðuna. Taka ber fram að UBS sem slíkur býr ekki að langri sögu en hann varð til með sameiningu Union Bank of Switzerland og svissneska banka atvinnulífsins fyrir ellefu árum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira