Fundur ráðherra og bankastjóra ekki krísufundur 14. febrúar 2008 15:34 MYND/Stöð 2 Fundur ráðherra og fulltrúa úr íslensku fjármálalífi í Ráðherrabústaðnum í dag var ekki krísufundur að sögn forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar. Fundinum lauk fyrir stundu og sögðu þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríksiráðherra og Geir H. Haarde forsætisráðherra að hann hefði verið gagnlegur. Ákveðið hefði verið að kallað fulltrúa fjármálalífsins á fund til þess að fá upplýsingar um stöðu bankanna og fjármálalífsins og óska eftir tillögum að ráðstöfunum til þess að draga úr hugsanlegum áhrifum alþjóðlegrar lánsfjárkreppu hér á landi. Sögðu bæði Geir og Ingibjörg að mikilvægt væri að ríkisstjórnin og fjármálalífið ynnu saman í málinu. Auk forsætisráðherra og utanríkisráðherra sátu fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra fundinn með forsvarsmönnum fjármálalífsins. Viðurkenndu ráðherrarnir að staðan á fjármálmörkuðum væri nokkuð óstöðug en Geir H. Haarde sagði engin töfraorð til að leysa málin. Ingibjörg Sólrún sagði enn fremur að alvanalegt væri að forystumenn ríkisstjórnarinanr funduðu með fulltrúum úr atvinnulífinu. Þannig hefði verið fundað með fulltrúum úr sjávarútvegi þegar horfur væru lakari en áður og svo væri einnig nú. Aðspurður sagði forsætisráðherra að árangur fundarins væri ekki mælanlegur í krónum og aurum en hann hefði verið afskaplega gagnlegur. Fundað með ASÍ á sama stað á morgun Ráðherrarnir voru spurðir hvort til stæði að kynna íslenskt fjármálalíf sérstaklega vegna þeirrar stöðu sem uppi er á alþjóðamörkuðum. Svaraði Ingibjörg Sólrún því til ekki að væri ætlunin að fara í túr um heiminn en ríkisstjórnin myndi gera það sem í hennar valdi stæði til þess að leiðrétta rangfærslur um íslenskt efnahagslíf. Slíkar rangfærslur hefðu verið settar fram og við því þyrfti að bregðast. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra voru einnig spurð um kjarasamninga en fram hefur komið að meginlínur séu farnar að skýrast þar. Ráðherrarnir reiknuðu með að funda með forsvarsmönnum ASÍ á sama stað, það er í Ráðherrabústaðnum, á morgun þar sem farið yrði yfir tillögur ASÍ um aðkomu ríkisstjórnarinnar að kjarasamningum. Ráðherrarnir tveir voru spurðir út í þá ákvörðun Seðlabankans að lækka ekki stýrivexti og vildu þeir lítið tjá sig um það. Þó kom fram í máli þeirra að mikilvægt væri að ákvörðun bankans lægi fyrir nú þegar kjarasamningar stæðu yfir. Þetta héngi allt saman. Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Missti stjórn á bílnum og keyrði á fimm Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Sjá meira
Fundur ráðherra og fulltrúa úr íslensku fjármálalífi í Ráðherrabústaðnum í dag var ekki krísufundur að sögn forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar. Fundinum lauk fyrir stundu og sögðu þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríksiráðherra og Geir H. Haarde forsætisráðherra að hann hefði verið gagnlegur. Ákveðið hefði verið að kallað fulltrúa fjármálalífsins á fund til þess að fá upplýsingar um stöðu bankanna og fjármálalífsins og óska eftir tillögum að ráðstöfunum til þess að draga úr hugsanlegum áhrifum alþjóðlegrar lánsfjárkreppu hér á landi. Sögðu bæði Geir og Ingibjörg að mikilvægt væri að ríkisstjórnin og fjármálalífið ynnu saman í málinu. Auk forsætisráðherra og utanríkisráðherra sátu fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra fundinn með forsvarsmönnum fjármálalífsins. Viðurkenndu ráðherrarnir að staðan á fjármálmörkuðum væri nokkuð óstöðug en Geir H. Haarde sagði engin töfraorð til að leysa málin. Ingibjörg Sólrún sagði enn fremur að alvanalegt væri að forystumenn ríkisstjórnarinanr funduðu með fulltrúum úr atvinnulífinu. Þannig hefði verið fundað með fulltrúum úr sjávarútvegi þegar horfur væru lakari en áður og svo væri einnig nú. Aðspurður sagði forsætisráðherra að árangur fundarins væri ekki mælanlegur í krónum og aurum en hann hefði verið afskaplega gagnlegur. Fundað með ASÍ á sama stað á morgun Ráðherrarnir voru spurðir hvort til stæði að kynna íslenskt fjármálalíf sérstaklega vegna þeirrar stöðu sem uppi er á alþjóðamörkuðum. Svaraði Ingibjörg Sólrún því til ekki að væri ætlunin að fara í túr um heiminn en ríkisstjórnin myndi gera það sem í hennar valdi stæði til þess að leiðrétta rangfærslur um íslenskt efnahagslíf. Slíkar rangfærslur hefðu verið settar fram og við því þyrfti að bregðast. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra voru einnig spurð um kjarasamninga en fram hefur komið að meginlínur séu farnar að skýrast þar. Ráðherrarnir reiknuðu með að funda með forsvarsmönnum ASÍ á sama stað, það er í Ráðherrabústaðnum, á morgun þar sem farið yrði yfir tillögur ASÍ um aðkomu ríkisstjórnarinnar að kjarasamningum. Ráðherrarnir tveir voru spurðir út í þá ákvörðun Seðlabankans að lækka ekki stýrivexti og vildu þeir lítið tjá sig um það. Þó kom fram í máli þeirra að mikilvægt væri að ákvörðun bankans lægi fyrir nú þegar kjarasamningar stæðu yfir. Þetta héngi allt saman.
Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Missti stjórn á bílnum og keyrði á fimm Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent