Viðskipti erlent

Methagnaður hjá Commerzbank þrátt fyrir afskriftir

Klaus Peter Muller, fráfarandi forstjóri Commerzbank, sem hættir í maí.
Klaus Peter Muller, fráfarandi forstjóri Commerzbank, sem hættir í maí. Mynd/AFP

Commerzbank, næststærsti banki Þýskaland skilaði rúmlega 1,9 milljarða evra hagnaði á síðasta ári. Þetta jafngildir rúmum 188 milljörðum íslenskra króna, sem er 20 prósenta aukning á milli ára og mesti hagnaður í sögu hans.

Fjórði ársfjórðungur setti hins vegar strik í reikninginn en þá nam hagnaðurinn 201 milljón evra, sem er 44 prósenta samdráttur á milli ára. Mestu munar um tap á verðbréfa- lánavöndlum upp á 248 milljónir evra en bankinn varð að afskrifa 583 milljónir evra af þessum sökum.

Klaus Peter Muller, fráfarandi forstjóri Commerzbank, segir útlit fyrir erfitt ár og megi reikna með að kostnaður muni aukast frekar af þeim sökum.

FL Group átti um tíma í fyrra 4,25 prósenta hlut í bankanum, en hefur minnkað hann hratt síðan og á nú minna en eitt prósent í honum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×