Handbolti

Fram og Stjarnan unnu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Elísabet Gunnarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, í leik gegn Gróttu fyrir skömmu.
Elísabet Gunnarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, í leik gegn Gróttu fyrir skömmu.

Fram og Stjarnan, efstu lið N1 deildar kvenna í handbolta, unnu bæði leiki sína í dag. Fram vann Hauka 35-30 í Safamýri og Stjarnan gerði góða ferð í Hafnarfjörð og vann FH 24-20.

Stella Sigurðardóttir var markahæst í liði Fram með sjö mörk. Framliðið er enn taplaust í deildinni, er á toppnum með 31 stig en Stjarnan er í öðru með 27 stig.

Þá sigraði HK lið Gróttu á útivelli 33-26. Natalia Ceplonuska skoraði tólf mörk fyrir HK í leiknum. Athyglisverð úrslit en Grótta er með tíu stigum meira í deildinni en Kópavogsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×