Erlent

Eistar bjóða samstarf

Guðjón Helgason skrifar

Utanríkisráðherra segir Eistlendinga fremsta þjóða í vörnum gegn tölvuglæpum. Margt sé hægt að læra af þeim í vörnum gegn þessari einni helstu öryggisógn tuttugust og fyrstu aldarinnar.

Urmas Paet, utanríkisráðherra Eistlands, kom til fundar við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra, í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í dag. Þau ræddu mál tengd Atlantshafsbandalaginu og Evrópusambandinu og einnig samvinnu Eystrasaltsríkjanna í þróunar- og varnarmálum.

Paet segist hafa rætt um miðstöð í vörnum gegn tölvuglæpum sem rekin sé í Tallin í Eistlandi og vonast sé til að verði mistöð NATO gegn slíkum glæpum. Hann bauð Íslendingum að kynna sér hana og kanna með samstarf á vettvangi hennar.

Ingibjörg segir fulla ástæðu til að skoða þessi mál vandlega. Hópur fagmanna sé nú að vinn að áhættumati fyrir Ísland og þetta séu hinar nýju varnir 21. aldarinnar. Rétt sé því að kanna hvað Eistar séu að gera í þeim efnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×