Erlent

Fayed ber vitni í Díönurannsókn í dag

Mohamed al Fayed mun bera vitni fyrir rannsóknarnefndinni um dauða Díönu prinsessu í dag.

Fayed hefur ætíð haldið því fram að Dodi sonur sinn og Díana prinsesssa hafi verið myrt í samsæri bresku leyniþjónustunnar og Filips prins eiginmann Bretadrottningar. Ástæðan væri sú að bresk yfirvöld hefði ekki getað þolað að Díana giftist múslima og hugsanlega eignaðist með honum erfingja.

Rannsóknarnefndin hefur skoðað ýmislegt sem liggur að baki ásökunum al Fayed en ekki fundið neitt sem rökstyður þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×