Erlent

Bandaríkin viðurkenna Kosovo

Óli Tynes skrifar
Mikill fögnuður ríkti i Kosovo eftir sjálfstæðisyfirlýsinguna í gær.
Mikill fögnuður ríkti i Kosovo eftir sjálfstæðisyfirlýsinguna í gær.

Bandaríkin hafa viðurkennt sjálfstæði Kosovo. Búist er við að nú fari slíkar tilkynningar að streyma til hins nýja lands. Því fer þó fjarri að allir séu sáttir.

Rússar eru mjög á móti og hafa beðið um neyðarfund í öryggisráðinu. Serbar eru náttúrlega æfir.

Bretar, Frakkar og Þjóðverjar hafa beitt sér fyrir því innan Evrópusambandsins að það viðurkenni sjálfstæðið sem heild. Því eru Spánverjar andvígir og hafa þvert á móti sagt að þeir muni ekki viðurkenna sjálfstæði landsins.

Spánverjar óttast að með því væru þeir að hella olíu eldana í Baskahéruðum landsins. Baskar berjast fyrir sjálfstæðu ríki sínu á Norður-Spáni. Grikir og Rúmenar eru einnig tregir vegna eigin minnihlutahópa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×